Erlent

Rússar halda áfram samstarfi við NATO vegna Afganistans

Óli Tynes skrifar
Hermenn NATO í Afganistan fá áfram vistir í gegnum Rússland.
Hermenn NATO í Afganistan fá áfram vistir í gegnum Rússland.

Rússar ætla að hætta sameiginlegum heræfingum og friðargæsluverkefnum með NATO í að minnsta kosti sex mánuði að sögn fulltrúa Rússlands hjá bandalaginu.

Þá verður heimsókn Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO frestað um óákveðinn tíma.

Dmitry Rogozin sagði að Rússar myndu þó halda áfram samvinnu við NATO vegna hernaðarins í Afganistan.

Rússar hafa úthlutað NATO flugleið yfir land sitt til þess að flytja birgðir og hermenn til og frá Afganistan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×