Lífið

Ásdís frægari í Búlgaríu en á Íslandi

Fyrirsætan Ásdís Rán situr ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn. Vegur hennar í Búlgaríu hefur vaxið jafnt og þétt undanfarið og nú er svo komið að hún er við það slá rækilega í gegn þar í landi.

„Umfjöllun um mig í blöðunum hérna er gríðarleg, og má segja að ég sé að verða þekktari hér en á Íslandi, ef það er hægt!" skrifar Ásdís á bloggið sitt.

Eins og fram kom á dögunum var Ásdísi boðið að sitja fyrir í tveimur stórum „glamúr" tímaritum, FHM og Maxim. Myndatökunni fyrir Maxim er nýlokið og segir Ásdís hana hafa tekist ágætlega. Ásamt myndatökunni er 2-3 opnu viðtal við Ásdísi.

Það eru ekki bara prentmiðlar sem sýna Ásdísi áhuga þessa dagana. Hún greinir einnig frá því á blogginu að tveir stærstu spjallþættir Búlgaríu bítist nú um að fá hana sem gest. Ákvörðunina um hvorn þeirra hún velur segist hún ætla að taka í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.