Lífið

Á áttunda hundrað í friðarsiglingu út í Viðey

Friðarsúlan Imagine Peace Tower í Viðey.
Friðarsúlan Imagine Peace Tower í Viðey.

Í kjölfar þess að kveikt var á Friðarsúlunni Imagine Peace Tower í Viðey þann 9. október ákvað listakonan og friðarsinninn Yoko Ono að bjóða upp á fríar kvöldsiglingar til Viðeyjar í viku.

Ferðirnar hafa verið vel sóttar og hátt í 800 manns fóru í friðarsiglingu þessa vikuna. Í ferðunum var boðið upp á leiðsögn að Friðarsúlunni og hver og einn fékk glaðning að gjöf frá Yoko Ono.

Síðasta fría ferðin var farin þann 16. október en stefnt er að því að Friðarsiglingar verði farnar til 8.desember á meðan Friðarsúlan logar. Siglt verður frá Skarfabakka sunnudags- til fimmtudagskvöld klukkan 20.

Viðeyjarstofa er opin þessi kvöld og þar er að finna Óskatré frá Yoko Ono sem er hluti af listaverkinu Imagine Peace Tower. Gestir eru hvattir til að skrifa óskir sínar, drauma og fyrirbænir á spjöld og hengja á tréð og gerast þannig þátttakendur í hinu mikla verki Yoko Ono.




Tengdar fréttir

Yoko Ono til Íslands á morgun

Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, er væntanleg til landsins á morgun til að afhenda friðarverðlaun Lennon-Ono og tendra ljósið á friðarsúlunni í Viðey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.