Lífið

Hlýtur heiðursorðu franska ríkisins

Sigurður Pálsson.
Sigurður Pálsson.
Frakklandsforseti hefur ákveðið að veita Sigurði Pálssyni skáldi heiðursorðu franska ríkisins, Chevalier de l'Ordre du Mérite. Sigurður veitir orðunni viðtöku næstkomandi fimmtudag úr hendi sendiherra frakka, Olivier Mauvisseau.

Í tilkynningu frá sendiráðinu segir að franska ríkið vilji með þessum hætti þakka Sigurði ríkulegt og mikilvægt framlag hans til kynningar franskrar menningar á Íslandi. Sigurður hefur þýtt yfir tuttugu verk úr frönsku, skáldsögur, leikrit, ljóð og ritgerðir, eftir höfunda eins og Albert Camus, Paul Éluard, Jacques Prévert og Emmanuel Carrière. Úrval ljóða hans hefur verið gefið út í Frakklandi í þýðingu Régis Boyer og þá er að geta leikrits sem Sigurður skrifaði um frönsku söngkonuna dáðu, Edith Piaf. Á liðnu ári kom út bók hans Minnisbók, þar sem Sigurður minnist Frakklandsára sinna, en bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Sigðurður hefur áður verið heiðraður af franska ríkinu en það var þegar Jack Lang, menntamálaráðherra Frakka, sæmdi hann Riddaraorðu lista og bókmennta, árið 1990.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.