Innlent

Íslendingur berst á Hawaii

Gunnar Nelson er lagstur í suðurvíking.
Gunnar Nelson er lagstur í suðurvíking.

Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson tekur þá í Opna meistaramótinu (Hawaiian Openhampionship) í brasilísku Jiu Jitsu á Hawaii á morgun. Mótiðö fer fram á Honolulu. Brasilískt Jiu Jitsu (BJJ) er vinsæl íþróttagrein á Hawaii.

Hawaiibúinn BJ Penn, sem fyrir viku varði heimsmeistaratitil sinn í blönduðum bardagalistum (MMA), er með annars sá Bandaríkjamaður sem hefur tekið svart belti í íþróttinni á sem stystum tíma eða rúmum þremur árum.

Penn varð jafnframt fyrsti einstaklingurinn sem ekki var Brasilíumaður til að sigra heimsmeistarakeppnina í Brasilísku Jiu Jitsu í Brasilíu.

Það er því ljóst að opna meistaramótið í BJJ á Hawaii er gríðarlega sterkt en Gunnar segist hvergi banginn.

Þetta sé fínt tækifæri að fá reynslu af því að keppa við þá bestu. Hann hafi hvort sem er verið á leið til Honolulu frá Hilo á Hawaii þar sem hann hefur dvalist við æfingar í BJJ og MMA hjá BJ Penn í þrjá mánuði.

Það hefði því verið tilvalið að fara af stað degi fyrr og taka þátt í mótinu. Gunnar er væntanlegur heim til Íslands 4. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×