Erlent

Áfrýjun í Færeyjum ákveðin eftir helgi

Guðjón Helgason skrifar

Ekki verður ákveðið fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi hvort Birgir Páll Marteinsson áfrýji sjö ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Færeyjum í gær fyrir fíkniefnamisferli.

Birgir Páll var sýknaður af ákæru um að hafa undirbúið og skipulagt smygl í Pólstjörnumálinu svokallaða en sakfelldur fyrir vörslu efna í Færeyjum.

Lögfræðingur hans, Olavur Jákup Kristoffersen, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að hann myndi funda með saksóknara um málið á mánudaginn. Fyrr yrði ekkert ákveðið um hvort refsingunni yrði áfrýjað.

Birgir Páll getur ekki áfrýjað sakfellingunni en hann getur áfýjað fangelsisdómnum sem æðra dómstig gæti þyngt eða létt eftir atvikum.

Olavur Jákup bendir á að ákæruvaldið hafi ekkert gefið upp um það hvort hann ætli að áfrýja en það fór fram á 10 ára fangelsisdóm.

Báðir aðilar hafa 14 daga frá dómsuppkvaðningu til að ákveða hvort áfrýjað verði eða ekki.


Tengdar fréttir

Birgi mjög brugðið við dóminn í Færeyjum

Birgi Páli Marteinssyni var mjög brugðið í gærkvöldi þegar hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir vörslu fíkniefna í Héraðstómi í Færeyjum samkvæmt heimildum færeyska útvarpsins. Færeyska blaðið Dimmalætning hefur eftir Birgi Páli að verst þyki honum að fá ekki að fara aftur til Færeyja - honum finnist hann eiga frekar heima þar en á Íslandi. Í Færeyjum býr afi hans og þar á hann einnig fleiri ættingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×