Fornar hellamyndir í bráðri hættu 4. janúar 2008 00:01 Gömul myndlist Hellamyndirnar í Lascaux eru í hættu. Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar. Myndirnar, sem eru í Lascaux-hellinum í Suður-Frakklandi, eru taldar vera 17.000 ára gamlar. Þær sýna ýmis dýr svo sem naut, hesta og dádýr sem voru algeng þar um slóðir í lok síðustu ísaldar. Ógnin sem að þeim steðjar er í formi svartra bletta sem nýverið birtust á veggjum hellisins og dreifa úr sér á ógnvænlegum hraða með þeim afleiðingum að veggirnir hafa veikst og brotnað og litir í myndunum hafa dofnað. Hellirinn uppgötvaðist árið 1940 þegar fjórir unglingar eltu hundinn sinn ofan í holu í jörðinni sem reyndist, þegar betur var að gáð, vera inngangurinn að hellinum. Allt frá uppgötvun myndanna hafa fornleifafræðingar og vísindamenn rannsakað þær og reynt eftir fremsta megni að stuðla að varðveislu þeirra, meðal annars með því að koma loftræstikerfi fyrir í hellinum fyrir sjö árum. Loftræstingin leiddi að öllum líkum til áðurnefndrar sveppasýkingar, en líffræðingar hafa ekki enn fundið leið til að ráða niðurlögum sveppanna án þess að skemma myndirnar. Vísindamennirnir sem rannsakað hafa hellinn reyna af veikum mætti að bjarga myndunum, en ástandið er nú orðið svo alvarlegt að þeir hafa leitað ásjár hjá frönskum yfirvöldum í von um að þau geti veitt aðstoð við björgunaraðgerðirnar. Enn sem komið er hafa yfirvöld ekki sýnt málinu áhuga. Vísindi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira
Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar. Myndirnar, sem eru í Lascaux-hellinum í Suður-Frakklandi, eru taldar vera 17.000 ára gamlar. Þær sýna ýmis dýr svo sem naut, hesta og dádýr sem voru algeng þar um slóðir í lok síðustu ísaldar. Ógnin sem að þeim steðjar er í formi svartra bletta sem nýverið birtust á veggjum hellisins og dreifa úr sér á ógnvænlegum hraða með þeim afleiðingum að veggirnir hafa veikst og brotnað og litir í myndunum hafa dofnað. Hellirinn uppgötvaðist árið 1940 þegar fjórir unglingar eltu hundinn sinn ofan í holu í jörðinni sem reyndist, þegar betur var að gáð, vera inngangurinn að hellinum. Allt frá uppgötvun myndanna hafa fornleifafræðingar og vísindamenn rannsakað þær og reynt eftir fremsta megni að stuðla að varðveislu þeirra, meðal annars með því að koma loftræstikerfi fyrir í hellinum fyrir sjö árum. Loftræstingin leiddi að öllum líkum til áðurnefndrar sveppasýkingar, en líffræðingar hafa ekki enn fundið leið til að ráða niðurlögum sveppanna án þess að skemma myndirnar. Vísindamennirnir sem rannsakað hafa hellinn reyna af veikum mætti að bjarga myndunum, en ástandið er nú orðið svo alvarlegt að þeir hafa leitað ásjár hjá frönskum yfirvöldum í von um að þau geti veitt aðstoð við björgunaraðgerðirnar. Enn sem komið er hafa yfirvöld ekki sýnt málinu áhuga.
Vísindi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira