Óttast hugsanlega efnahagskreppu 4. janúar 2008 21:28 Mynd/AP Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist nú 5,0 prósent. Þetta er nokkuð meira atvinnuleysi en greiningaraðilar spáðu en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi. Aukið atvinnuleysi samfara auknum vanskilum á fasteignalánamarkaði vestanhafs og fremur lágu gengi bandaríkjadals gagnvart evru getur verið vísbending um að nú fari að draga úr einkaneyslu þar í landi. Einkaneysla er stór liður í bandarískum hagvísum og því getur samdráttur þar skilað sér í samdrætti á hagvexti. Slíkt getur svo aftur skilað sér í minni innflutningi og smitað þannig út frá sér til viðskiptalanda Bandaríkjanna. Afleiðingarnar skiluðu sér hratt á hlutabréfamarkaði. Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af fyrirtækjum í tæknigeiranum, féll um heil 3,8 prósent. Vísitalan hefur fallið um 5,6 prósent á þessum tveimur viðskiptadögum ársins sem er versta upphafið á hlutabréfamarkaði vestanhafs síðan árið 1971, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um tvö prósent á sama tíma. Vísitalan hefur ekki byrjað árið með jafn mikilli lækkun síðan árið 1904, samkvæmt Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist nú 5,0 prósent. Þetta er nokkuð meira atvinnuleysi en greiningaraðilar spáðu en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi. Aukið atvinnuleysi samfara auknum vanskilum á fasteignalánamarkaði vestanhafs og fremur lágu gengi bandaríkjadals gagnvart evru getur verið vísbending um að nú fari að draga úr einkaneyslu þar í landi. Einkaneysla er stór liður í bandarískum hagvísum og því getur samdráttur þar skilað sér í samdrætti á hagvexti. Slíkt getur svo aftur skilað sér í minni innflutningi og smitað þannig út frá sér til viðskiptalanda Bandaríkjanna. Afleiðingarnar skiluðu sér hratt á hlutabréfamarkaði. Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af fyrirtækjum í tæknigeiranum, féll um heil 3,8 prósent. Vísitalan hefur fallið um 5,6 prósent á þessum tveimur viðskiptadögum ársins sem er versta upphafið á hlutabréfamarkaði vestanhafs síðan árið 1971, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um tvö prósent á sama tíma. Vísitalan hefur ekki byrjað árið með jafn mikilli lækkun síðan árið 1904, samkvæmt Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira