Lífið

Óskar á Ljósvakaljóði

Óskar Jónasson.
Óskar Jónasson.

Leikstjórinn góðkunni Óskar Jónasson tekur þátt í pallborðsumræðum á Ljósvakaljóði, stuttmyndahátíð unga fólksins, sem hefst í dag. Ljósvakaljóð er haldin í þriðja sinn og í þetta sinn fer hún fram í Norræna húsinu. Hátíðin hefst klukkan 15 í dag.

Alls bárust 46 stuttmyndir í keppnina í ár og er það met frá fyrri árum. Í kvöld verða sýndar 10 myndir og hlýtur sú besta 75 þúsund krónur í peningaverðlaun og bókaverðlaun frá Eymundsson.

,,Þátttakan í ár er framar björtustu vonum. Við erum gríðarlega sátt og bíðum spennt eftir að hátíðin hefst á slaginu klukkan þrjú í dag," segir Garðar Stefánsson einn af aðstandandum hátíðarinnar.

Ljósvakaljóð hefst á pallborðsumræðum með Óskari Jónassyni leikstjóra, Elísabetu Ronaldsdottir klippara, og Ottó G. Borg handritshöfundi.

,,Þetta er allt mjög flott fólk og ég á von á fræðandi og skemmtilegum umræðum," segir Garðar.

Eftirtaldar myndir verða sýndar í kvöld í Norræna húsinu; Vinir? eftir Sveinbjörn J. Tryggvason, Dóri Taxi eftir Jón Atla Guðjónsson og Hrafn Jónsson, Yfirborð eftir Stefán Fr. Friðriksson, Húsið við veginn eftir Kristján Sturlu Bjarnason, Púslið eftir Atla Jasonarson og Daníel Gylfason, Friðardúfan eftir Grím Jón Sigurðsson, Klefi 5 eftir Sigurlögu Töru Elíasdóttur, Post it eftir Hlyn Pálmason, Fella X eftir Ágúst Leó Sigurðsson og Ég veit af þér eftir Sindra Grétarsson og Þór Þorsteinsson.

Sýning myndanna hefst klukkan 20. Dagskrá Ljósvakaljóðs er hægt að lesa hér.




Tengdar fréttir

Kvikmyndagerðarmenn keppa í kreppunni

,,Framtíðarsýnin er að Ljósvakaljóð verði vettvangur þar sem kvikmyndagerðarmenn stígi sín fyrstu skref og að verði nokkurs konar leiðarljós ungra og hæfileikraríkra kvikmyndagerðarmanna í átt að kvikmyndagerð," segir Garðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.