Erlent

Handfrjáls búnaður skylda í Kaliforníu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ökumaður talar í síma á mánudag, áður en lögin tóku gildi.
Ökumaður talar í síma á mánudag, áður en lögin tóku gildi. MYND/AP

Ný lög um bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar tóku gildi í Kaliforníu í gær.

Lögin voru þó samþykkt fyrir einu og hálfu ári og eru því skiptar skoðanir um hvort gefa skuli eins mánaðar aðlögunartímabil þar sem aðeins er gefin aðvörun án sektar. Þetta ætlar lögregla í San Diego til að mynda að gera en lögreglan í Glendale telur slíkt tímabil hina mestu firru. Lögin séu eins og hálfs árs gömul og almenningi hafi verið kunnugt um það allan þann tíma að gildistaka þeirra væri yfirvofandi. Þá hafi breytingin verið auglýst á skiltum meðfram öllum helstu þjóðvegum ríkisins vikum saman. Lögregla í Sacramento Valley segir að ökumenn séu búnir undir breytinguna. Flestir hafi komið sér upp handfrjálsum búnaði en margir viti hins vegar ekki til hlítar hvernig skuli nota hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×