Úr einu ruglinu í annað Andri Snær Magnason skrifar 18. október 2008 08:00 Á þessum viðsjárverðu tímum nota hagsmunaaðilar tækifærið til að ota að okkur „lausnum" og bjargráðum. Núna felst hún í því að „aflétta öllum hömlum" og skuldsetja opinber orkufyrirtæki sem nemur 300 til 400 milljörðum fyrir tvö til þrjú ný álver. Þetta vilja menn gera þegar heildarskuldir OR og LV eru þegar orðnar 550 milljarðar - að mestu leyti vegna Alcoa og Norðuráls. Þetta er ástæðan fyrir því að bankarnir boðuðu alltaf stóriðjustefnu - meiri skuldir - meira stuð. Það stendur upp á álverð að endurgreiða þessi lán en álverð hríðfellur og stigi offramleiðslu er þegar náð. Orkuverð til almennings hefur verið hækkað. Þjóðin trúir því að töfraorðið ÚTFLUTNINGSTEKJUR séu gjaldeyrir sem endar í vasa þjóðarinnar. Fréttir um útflutningstekjur og gjaldeyristekjur hafa ítrekað verið beinlínis rangar og skaðlegar. Á súluriti í Morgunblaðinu 11. okt. virðist áliðnaður mikilvægari en fiskiðnaður og mun stærri en ferðamennska. En framsetningin er nákvæmlega eins og hagsmunaaðilar vilja koma þeim í fjölmiðla. Þegar Alcoa Fjarðarál segist flytja út fyrir 70 milljarða á ári þá halda flestir Íslendingar að þetta sé peningur sem kemur til Íslands. Blöðin birta tölurnar gagnrýnislaust en hvar eru peningarnir? Rangfærslur um útflutningstekjurTekjur sem verða eftir í landinu eru laun starfsmanna, skattar og greiðsla fyrir orku. Fyrirtækið er erlent og flytur allan hagnað úr landi. Ef meðallaun eru 5 milljónir er launakostnaður Alcoa um 2 milljarðar á ári. Innlend aðföng eru um milljarður til viðbótar. Alcoa greiðir c.a 6-8 milljarða fyrir orku en öll sú upphæð fer beint úr landi til að greiða skuldir Landsvirkjunar næstu 40 árin. Hún kemur því ekki inn í hagkerfið til að greiða fyrir námslánum, neyslu, lyfjum eða olíu.Álfyrirtækin greiddu aðeins 1.5 milljarða í skatt á Íslandi árið 2007 en Alcoa greiðir aðeins 5% skatt af arði. Því má við bæta að Alcoa fékk 2.6 milljarða króna eða 3% af stofnkostnaði í styrk frá íslenska ríkinu vegna byggingar verksmiðjunnar á Reyðarfirði - rúmlega árslaun allra starfsmanna. Raunveruleg áhrif Alcoa eru því á bilinu 4 til 5 milljarðar en ekki 70 milljarðar eins og fyrirtækið heldur fram þegar það státar sig af útflutningstekjum. Mismunurinn - 65 milljarðar fara ALLIR framhjá landinu. Þeir koma okkur ekki við frekar en flugvélar sem fljúga gegnum flugstjórnarsvæðið. Það er ósiðlegt að reyna að telja þjóð trú um að hún lifi eða geti lifað á fyrirtæki sem skilar jafn litlu í þjóðarbúið. Heil þjóð mun aldrei lifa á launum 400 verkamanna. Þegar þingmenn segja að þetta sé framtíðin þá hafa þeir verið blekktir með framsetningu á gríðarlegum útflutningstekjum.Venjulegt fólk tekur síðan áhættu byggða á röngum upplýsingum, skuldsetur sig í bjartsýniskasti og fórnar meiru en það hefði fórnað vegna ávinnings sem er ekki fyrir hendi. Hagfræðingar staðfesta þessar tölur og Hagstofan getur það sömuleiðis en það þarf ekki hagfræðing til að reikna þetta út. Allir sem kunna venjulegt heimilisbókhald geta gert þessa útreikninga sjálfir. Mismunurinn er tvítug- til þrítugfaldur en álfyrirtækin og orkufyrirtækin kjósa að breiða út hærri töluna en fela skuldirnar. Alvarlegar blekkingarÞví miður er munurinn svo mikill að um þessa tölfræði er ekki hægt að nota annað orð en að hér séu á ferðinni alvarlegar blekkingar. 70 milljarða útflutningstekjur Alcoa er ósönn tala og ekki tæk í opinbera umræðu vegna þess að hún hefur ekkert með okkur að gera. Hver sá blaðamaður sem notar hráar tölur um útflutningstekjur hefur orðið auðveld bráð almannatengla. Hver sá sem heldur að þessi iðnaður sé undirstaða lífs hans ásamt fiski hefur verið plataður. Alcoa sparar árlega um 200 milljón dollara í orkuverði miðað við verð til stóriðju í Evrópu og USA. Sá sparnaður jafngildir 4.000 árslaunum og því er til mikils að vinna fyrir þetta fyrirtæki - að nýta sér neyðina og gera 40 ára samninga við veika þjóð og spara sér samtals 8.000 árslaun með álveri á Bakka, skuldsetja þjóðina og kallast bjargvættur hennar samtímis. Hið sama gildir um Helguvík og Straumsvík. Við fall krónu hefur launakostnaður í áliðnaði fallið um 50%. Launakostnaður Alcoa fer úr 30 milljónum dala í 20 milljónir. Alcoa sparar því núna árlega heilan milljarð á falli krónunnar og því minnka gjaldeyristekjur sem því nemur - um 10 milljón dollara á ári. Vilji álfyrirtækin hjálpa þjóðinni væri nær að greiða jafn marga dollara í laun og í fyrra frekar en að egna okkur til frekari skuldasöfnunar og áhættu. Gagnsæi og lýðræðiTil samanburðar eru raunverulegar tekjur af sjávarútvegi á annað hundruð milljarðar króna og að frádreginni olíu verður nánast allt eftir innanlands. Af heildarneyslu ferðamanna innanlands árið 2006 námu kaup á flugþjónustu um 50 milljörðum króna segir Hagstofan. Kaup ferðamanna á gisti- og veitingaþjónustu voru um 26 milljarðar króna og skiptist hún nánast til helminga milli þessara tveggja atvinnugreina. Nánast öll sú upphæð verður eftir í landinu. Áliðnaðurinn greiddi 5,6 milljarða í laun sama ár. Það þýðir að kaffi og veitingahús um allt land skiluðu 4 sinnum meiri tekjum heldur en álver Alcoa - talandi um kaffihúsalýð - þá eru kaffi- og veitingahúsin ein helsta gjaldeyrislind þjóðarinnar á eftir fiskinum. Kárahnjúkavirkjun og Hellisheiðarvirkjun skila litlum sem ENGUM gjaldeyristekjum vegna þess að tekjurnar fara allar beint úr landi til lánardrottna. Fjölmiðlar þurfa að standa vaktina þegar menn vilja nýta óttann og óreiðuna til að efna til umsvifa sem geta komið okkur í enn meiri vanda. Allt tal um afnám á lögum og reglugerðum er ekkert annað en spilling og viðtökur byggjast á því að fólk hefur verið matað á röngum upplýsingum. Ástandið er alvarlegt, því verður ekki neitað en hundruð milljarða skuldsetning opinberra orkufyrirtækja getur ekki verið svarið og verksmiðjur sem eiga að komast í gagnið 2012 - 2015 eiga ekki erindi í umræðuna núna. Eina raunverulega von okkar er að hér verði jarðvegur fyrir stór og smá fyrirtæki, helst einhver sem geta orðið sambærileg við Össur, Marel, CCP eða Actavis á næstu árum. Bankar verða áfram til og fólk mun reka þá af meiri skynsemi, orkan verður mikilvæg ef hún klúðrast ekki í meðförum smákónga í sveitarstjórnum. Þjóðin þarf hærra orkuverð úr núverandi virkjunum, nýta fiskinn betur og laða gesti til landsins en fyrst og fremst þarf gagnsæi og lýðræði til að fólk nenni að búa í þessu landi. Sættum okkur við sjálfstæðiðTilboð stóriðjunnar um frekari skuldsetningu til að að gera Ísland að einni stærstu álbræðslu í heimi eru af sama meiði og þegar bankarnir urðu 10 sinnum stærri en Ísland. Hún er þrá manna eftir sterkum leiðtoga, skjóli stórveldis, göfugum auðmanni eða risa fyrirtæki sem menn geta bent á vegna þess að þeir trúi ekki að þeir standi raunverulega á eigin fótum.Við eigum að redda okkur úr þessu rugli, sætta okkur við sjálfstæðið og hafna öllum sem vilja binda okkur á frekari skuldaklafa. Bjargráðin eru til þess eins fallin að kljúfa þjóðina endanlega í herðar niður. Orðspor okkar er skaðað en ef við gerumst slíkir ribbaldar að afnema lög og ráðast hömlulaust inn á ósnortin svæði verður mannorðið endanlega glatað.Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum viðsjárverðu tímum nota hagsmunaaðilar tækifærið til að ota að okkur „lausnum" og bjargráðum. Núna felst hún í því að „aflétta öllum hömlum" og skuldsetja opinber orkufyrirtæki sem nemur 300 til 400 milljörðum fyrir tvö til þrjú ný álver. Þetta vilja menn gera þegar heildarskuldir OR og LV eru þegar orðnar 550 milljarðar - að mestu leyti vegna Alcoa og Norðuráls. Þetta er ástæðan fyrir því að bankarnir boðuðu alltaf stóriðjustefnu - meiri skuldir - meira stuð. Það stendur upp á álverð að endurgreiða þessi lán en álverð hríðfellur og stigi offramleiðslu er þegar náð. Orkuverð til almennings hefur verið hækkað. Þjóðin trúir því að töfraorðið ÚTFLUTNINGSTEKJUR séu gjaldeyrir sem endar í vasa þjóðarinnar. Fréttir um útflutningstekjur og gjaldeyristekjur hafa ítrekað verið beinlínis rangar og skaðlegar. Á súluriti í Morgunblaðinu 11. okt. virðist áliðnaður mikilvægari en fiskiðnaður og mun stærri en ferðamennska. En framsetningin er nákvæmlega eins og hagsmunaaðilar vilja koma þeim í fjölmiðla. Þegar Alcoa Fjarðarál segist flytja út fyrir 70 milljarða á ári þá halda flestir Íslendingar að þetta sé peningur sem kemur til Íslands. Blöðin birta tölurnar gagnrýnislaust en hvar eru peningarnir? Rangfærslur um útflutningstekjurTekjur sem verða eftir í landinu eru laun starfsmanna, skattar og greiðsla fyrir orku. Fyrirtækið er erlent og flytur allan hagnað úr landi. Ef meðallaun eru 5 milljónir er launakostnaður Alcoa um 2 milljarðar á ári. Innlend aðföng eru um milljarður til viðbótar. Alcoa greiðir c.a 6-8 milljarða fyrir orku en öll sú upphæð fer beint úr landi til að greiða skuldir Landsvirkjunar næstu 40 árin. Hún kemur því ekki inn í hagkerfið til að greiða fyrir námslánum, neyslu, lyfjum eða olíu.Álfyrirtækin greiddu aðeins 1.5 milljarða í skatt á Íslandi árið 2007 en Alcoa greiðir aðeins 5% skatt af arði. Því má við bæta að Alcoa fékk 2.6 milljarða króna eða 3% af stofnkostnaði í styrk frá íslenska ríkinu vegna byggingar verksmiðjunnar á Reyðarfirði - rúmlega árslaun allra starfsmanna. Raunveruleg áhrif Alcoa eru því á bilinu 4 til 5 milljarðar en ekki 70 milljarðar eins og fyrirtækið heldur fram þegar það státar sig af útflutningstekjum. Mismunurinn - 65 milljarðar fara ALLIR framhjá landinu. Þeir koma okkur ekki við frekar en flugvélar sem fljúga gegnum flugstjórnarsvæðið. Það er ósiðlegt að reyna að telja þjóð trú um að hún lifi eða geti lifað á fyrirtæki sem skilar jafn litlu í þjóðarbúið. Heil þjóð mun aldrei lifa á launum 400 verkamanna. Þegar þingmenn segja að þetta sé framtíðin þá hafa þeir verið blekktir með framsetningu á gríðarlegum útflutningstekjum.Venjulegt fólk tekur síðan áhættu byggða á röngum upplýsingum, skuldsetur sig í bjartsýniskasti og fórnar meiru en það hefði fórnað vegna ávinnings sem er ekki fyrir hendi. Hagfræðingar staðfesta þessar tölur og Hagstofan getur það sömuleiðis en það þarf ekki hagfræðing til að reikna þetta út. Allir sem kunna venjulegt heimilisbókhald geta gert þessa útreikninga sjálfir. Mismunurinn er tvítug- til þrítugfaldur en álfyrirtækin og orkufyrirtækin kjósa að breiða út hærri töluna en fela skuldirnar. Alvarlegar blekkingarÞví miður er munurinn svo mikill að um þessa tölfræði er ekki hægt að nota annað orð en að hér séu á ferðinni alvarlegar blekkingar. 70 milljarða útflutningstekjur Alcoa er ósönn tala og ekki tæk í opinbera umræðu vegna þess að hún hefur ekkert með okkur að gera. Hver sá blaðamaður sem notar hráar tölur um útflutningstekjur hefur orðið auðveld bráð almannatengla. Hver sá sem heldur að þessi iðnaður sé undirstaða lífs hans ásamt fiski hefur verið plataður. Alcoa sparar árlega um 200 milljón dollara í orkuverði miðað við verð til stóriðju í Evrópu og USA. Sá sparnaður jafngildir 4.000 árslaunum og því er til mikils að vinna fyrir þetta fyrirtæki - að nýta sér neyðina og gera 40 ára samninga við veika þjóð og spara sér samtals 8.000 árslaun með álveri á Bakka, skuldsetja þjóðina og kallast bjargvættur hennar samtímis. Hið sama gildir um Helguvík og Straumsvík. Við fall krónu hefur launakostnaður í áliðnaði fallið um 50%. Launakostnaður Alcoa fer úr 30 milljónum dala í 20 milljónir. Alcoa sparar því núna árlega heilan milljarð á falli krónunnar og því minnka gjaldeyristekjur sem því nemur - um 10 milljón dollara á ári. Vilji álfyrirtækin hjálpa þjóðinni væri nær að greiða jafn marga dollara í laun og í fyrra frekar en að egna okkur til frekari skuldasöfnunar og áhættu. Gagnsæi og lýðræðiTil samanburðar eru raunverulegar tekjur af sjávarútvegi á annað hundruð milljarðar króna og að frádreginni olíu verður nánast allt eftir innanlands. Af heildarneyslu ferðamanna innanlands árið 2006 námu kaup á flugþjónustu um 50 milljörðum króna segir Hagstofan. Kaup ferðamanna á gisti- og veitingaþjónustu voru um 26 milljarðar króna og skiptist hún nánast til helminga milli þessara tveggja atvinnugreina. Nánast öll sú upphæð verður eftir í landinu. Áliðnaðurinn greiddi 5,6 milljarða í laun sama ár. Það þýðir að kaffi og veitingahús um allt land skiluðu 4 sinnum meiri tekjum heldur en álver Alcoa - talandi um kaffihúsalýð - þá eru kaffi- og veitingahúsin ein helsta gjaldeyrislind þjóðarinnar á eftir fiskinum. Kárahnjúkavirkjun og Hellisheiðarvirkjun skila litlum sem ENGUM gjaldeyristekjum vegna þess að tekjurnar fara allar beint úr landi til lánardrottna. Fjölmiðlar þurfa að standa vaktina þegar menn vilja nýta óttann og óreiðuna til að efna til umsvifa sem geta komið okkur í enn meiri vanda. Allt tal um afnám á lögum og reglugerðum er ekkert annað en spilling og viðtökur byggjast á því að fólk hefur verið matað á röngum upplýsingum. Ástandið er alvarlegt, því verður ekki neitað en hundruð milljarða skuldsetning opinberra orkufyrirtækja getur ekki verið svarið og verksmiðjur sem eiga að komast í gagnið 2012 - 2015 eiga ekki erindi í umræðuna núna. Eina raunverulega von okkar er að hér verði jarðvegur fyrir stór og smá fyrirtæki, helst einhver sem geta orðið sambærileg við Össur, Marel, CCP eða Actavis á næstu árum. Bankar verða áfram til og fólk mun reka þá af meiri skynsemi, orkan verður mikilvæg ef hún klúðrast ekki í meðförum smákónga í sveitarstjórnum. Þjóðin þarf hærra orkuverð úr núverandi virkjunum, nýta fiskinn betur og laða gesti til landsins en fyrst og fremst þarf gagnsæi og lýðræði til að fólk nenni að búa í þessu landi. Sættum okkur við sjálfstæðiðTilboð stóriðjunnar um frekari skuldsetningu til að að gera Ísland að einni stærstu álbræðslu í heimi eru af sama meiði og þegar bankarnir urðu 10 sinnum stærri en Ísland. Hún er þrá manna eftir sterkum leiðtoga, skjóli stórveldis, göfugum auðmanni eða risa fyrirtæki sem menn geta bent á vegna þess að þeir trúi ekki að þeir standi raunverulega á eigin fótum.Við eigum að redda okkur úr þessu rugli, sætta okkur við sjálfstæðið og hafna öllum sem vilja binda okkur á frekari skuldaklafa. Bjargráðin eru til þess eins fallin að kljúfa þjóðina endanlega í herðar niður. Orðspor okkar er skaðað en ef við gerumst slíkir ribbaldar að afnema lög og ráðast hömlulaust inn á ósnortin svæði verður mannorðið endanlega glatað.Höfundur er rithöfundur.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun