Innlent

Segir einangrunartíma Íslendings í Færeyjum óviðunandi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðhrra segir það algörlega óviðunandi að maður sitji jafnlengi í einagrun og Íslendingur hefur gert í Færeyjum í tengslum við svokallað Pólstjörnumál. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Samúels Arnar Erlingssonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins.

Samúel vakti athygli á því að Íslendingurinn sem um ræddi hefði dúsað í einangrunarvist í færeysku fangelsi í 170 daga og þessi langi tími væri nánast einsdæmi. Hér á landi hefðu menn í Geirfinnsmálinu lengst verið í 100 daga í einangruna.

Sagði Samúel rannsóknarhagsmuni í fíkniefnum mikilvæga en það mætti velta fyrir sér hvort eðlilegt væri að menn væru svo lengi í einangrun. Innti hann utanríkisráðherra eftir afstöðu hennar til málsins og hvort hún myndi taka það upp við norræna ráðherra að þetta verklag yrði ekki viðhaft á okkar slóðum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði fréttir af málinu mjög sérkennilegar og með ólíkindum að einstaklingi hefði verið haldið svo lengi í einangrun. Benti hún á að Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, hefði reynt að beita sér í málinu en Færeyingar hefðu vísað til þess að Danir færu með löggæslumál á eyjunum. Sagði hún algjörlega óviðunandi að maður sæti svo lengi í einangrun. Sagði hún íslensk stjórnvöld áfram munu vinna í málinu og sjá til þess að þetta endurtaki sig ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×