Formúla 1

Mótorhjólameistarinn Rossi prófar Ferrari

Valention Rossi kíkir um borð í Ferrari bíl. Hann keyrði slíkt farartæki fyrir tveimur árum.
Valention Rossi kíkir um borð í Ferrari bíl. Hann keyrði slíkt farartæki fyrir tveimur árum. Mynd: Getty Images

Ferrari staðfesti í dag að Ítalinn Valentino Rossi, margfaldur meistari í mótorhjólakappakstri mun prófa Ferrari Formulu 1 bíl í tvo daga í nóvember.

Ferrari vildu fyrir tveimur misserum fá Rossi til liðis við Ferrari, en hann vildi halda áfram í mótorhjólakappakstri. Þar hefur hann keppt með stuðningi Fiat samsteypunnar sem á Ferrari.

Rossi segir prófunina eingöngu til skemmtunnar, en það er harla óvenjulegt að ökumaður fái tveggja daga prófun, sé prófunin eingöngu til skemmtunar.

Óljóst er hvort Ferrari hyggur á að ráða Rossi til starfa eftir að ferli hans í mótorhjólakappkstri lýkur. Hann ætlar að keppa á mótorhjóli á næsta ári.

Kimi Raikkönen og Felipe Massa eru báðir með samning við Ferrari á næsta ári og til loka 2010. Rossi er með tveggja ára samning sem mótorhjólakappi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×