Íslenski boltinn

Birkir: Dómarar hafa ekkert rætt um Stefán

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skagamenn mótmæla dómi fyrr í sumar.
Skagamenn mótmæla dómi fyrr í sumar.

Birkir Sveinsson, starfsmaður KSÍ og meðlimur dómaranefndar, segir að ekkert sé hæft í ásökunum Guðjóns Þórðarsonar.

Guðjón sagði að dómarar hefðu fundað til að fjalla um lið ÍA og þá sérstaklega Stefán Þórðarson.

„Einu fundirnir hjá KSÍ þar sem nafn Stefáns hefur borið á góma er þegar verið er að velja í landsliðið," sagði Birkir og neitar því að fjallað hafi verið um Stefán á fundum dómaranefndarinnar eða á fundum dómara. „Að sjálfsögðu ekki," sagði hann.

Guðjón sakaði einnig dómara um að vera marga hverja ekki í standi og að þeir hafi margir fallið á þolprófum í vor. Í viðtalinu bað hann um að fá að sjá þrek- og þoltölur Ólafs Ragnarssonar sem dæmdi leikinn í gær.

„Það gerist á hverju ári að einhverjir dómarar falli á þrekprófi," sagði Birkir. „En þá fá þeir ekki leyfi til að dæma fyrr en þeir standast prófin. Ólafur er því með sínar tölur í lagi, annars hefði hann ekki fengið að dæma í gær."

Guðjón var ómyrkur í máli gagnvart knattspyrnuforystunni en Birkir vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.


Tengdar fréttir

Stefán Þór: Ég fór í boltann

Stefán Þór Þórðarson segir engan vafa leika á því að hann hafi farið í boltann þegar hann fékk síðara gula spjaldið sitt í leik ÍA og Keflavíkur í gær.

Átti Stefán spjöldin skilið? (myndband)

Stefán Þórðarson fékk tvívegis að líta gula spjaldið í leik Keflavíkur og ÍA í gær og þar með það rauða, Skagamönnum til mikillar gremju.

Guðjón stendur við ummæli sín

Guðjón Þórðarson sagði í samtali við Vísi að hann standi heilshugar við þau ummæli sem hann lét falla eftir leik Keflavíkur og ÍA í gær.

Ólafur: Guðjón er að bulla

Ólafur Ragnarsson dómari segir ekkert hæft í ásökunum Guðjóns Þórðarsonar í sinn garð né heldur annarra dómara.

Guðjón: Þeirra er skömmin (myndband)

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, var ómyrkur í máli gagnvart Ólafi Ragnarssyni dómara og forystumönnum KSÍ í viðtali við Stöð 2 Sport í gær.

Þórir: Málið í aganefnd

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, mun skjóta ummælum Guðjóns Þórðarsonar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×