Hlutabréf féllu í Bandaríkjunum í dag 17. nóvember 2008 21:11 Kaupahéðnar á hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum. Mynd/AP Söluhrina skall á undir lok viðskiptadagsins á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa féll nokkuð og dró hlutabréfavísitölur niður um rúm tvö prósent. Fjármálasérfræðingar sögðu í samtali við Associated Press-fréttastofuna ástæðuna fyrir fallinu þá að nokkur taugaveiklun ríki á mörkuðum enn og séu þeir að melta þær tölulegu upplýsingar sem borist hafa um styrk hagkerfisins til að átta sig á stöðunni. Ljóst þykir að hremmingjar innan bandaríska fjármálageirans eru hvergi nærri að baki. Því til sönnunar lýstu stjórnendur bandaríska bankans Citigroup því yfir í dag að til standi að skera rekstrarkostnað og eignir niður um fimmtung á næstunni og segja upp 53 þúsund starfsmönnum. Reiknað er með að allt að 200 þúsund manns missi vinnuna í fjármálageiranum fyrir árslok. Þá hillir ekki undir betri tíð í bandaríska bílaframleiðslubransanum auk þess sem væntingar eru uppi um að krepputíð sé hafin enda útlit fyrir að hagvöxtur verði neikvæður á fjórðungnum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hrundi um fimm prósent fyrr í dag en jafnaði sig nokkuð þegar á leið og endaði í 2,63 prósenta mínus. Þá féll Nasdaq-vísitalan um tæp átta prósent þegar verst lét í dag en snerti botnigildið og leitaði upp á við þegar á leið. Hún endaði í 2,229 mínus. Associated Press-fréttastofan segir þetta vera fjórða viðskiptadaginn í röð sem gengi hlutabréfa lækkar verulega á Wall Street. Megi reikna með mjög sveiflukenndum dögum á næstunni. Þróunin á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag er fjarri því að vera einsdæmi en helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu víða um heim í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Söluhrina skall á undir lok viðskiptadagsins á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa féll nokkuð og dró hlutabréfavísitölur niður um rúm tvö prósent. Fjármálasérfræðingar sögðu í samtali við Associated Press-fréttastofuna ástæðuna fyrir fallinu þá að nokkur taugaveiklun ríki á mörkuðum enn og séu þeir að melta þær tölulegu upplýsingar sem borist hafa um styrk hagkerfisins til að átta sig á stöðunni. Ljóst þykir að hremmingjar innan bandaríska fjármálageirans eru hvergi nærri að baki. Því til sönnunar lýstu stjórnendur bandaríska bankans Citigroup því yfir í dag að til standi að skera rekstrarkostnað og eignir niður um fimmtung á næstunni og segja upp 53 þúsund starfsmönnum. Reiknað er með að allt að 200 þúsund manns missi vinnuna í fjármálageiranum fyrir árslok. Þá hillir ekki undir betri tíð í bandaríska bílaframleiðslubransanum auk þess sem væntingar eru uppi um að krepputíð sé hafin enda útlit fyrir að hagvöxtur verði neikvæður á fjórðungnum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hrundi um fimm prósent fyrr í dag en jafnaði sig nokkuð þegar á leið og endaði í 2,63 prósenta mínus. Þá féll Nasdaq-vísitalan um tæp átta prósent þegar verst lét í dag en snerti botnigildið og leitaði upp á við þegar á leið. Hún endaði í 2,229 mínus. Associated Press-fréttastofan segir þetta vera fjórða viðskiptadaginn í röð sem gengi hlutabréfa lækkar verulega á Wall Street. Megi reikna með mjög sveiflukenndum dögum á næstunni. Þróunin á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag er fjarri því að vera einsdæmi en helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu víða um heim í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira