Körfubolti

Þriðji sigur Tindastóls

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Justin Shouse skoraði 26 stig í kvöld en það dugði ekki til.
Justin Shouse skoraði 26 stig í kvöld en það dugði ekki til. Mynd/Anton
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Tindastóll vann sinn þriðja leik af fjórum í deildinni og er í efsta sæti deildarinnar ásamt KR og Grindavík sem eru bæði taplaus eftir þrjá leiki.

Tindastóll vann sigur á Stjörnunni á heimavelli í kvöld, 84-78. Á sama tíma vann Þór lið FSu á Akureyri, 99-89, og Njarðvík lagði ÍR-inga í Seljaskóla, 73-69.

Tindastóll hafði níu stiga forystu í hálfleik, 40-31, og jók forystuna um tvö stig eftir þriðja leikhluta. Stjörnumenn náðu ekki að vinna þann mun upp.

Darrell Flake var stigahæstur hjá Tindatsóli með 26 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. Benjamin Luber var með sautján og Sævar Atli Birgisson fjórtán.

Justin Shouse var stigahæstur Stjörnumanna með 26 stig og Jovan Zdravevski kom næstur með 22. Fannar Helgason skoraði sextán stig.

FSu, Þór og Njarðvík eru öll með fjögur stig, Stjarnan er með tvö en ÍR-ingar eru enn án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×