Krydd í kynlífið Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 18. júní 2008 06:00 Nokkuð lengi hefur verið móðins að kvarta undan tímaskorti. Þar er ég sjálf engin undantekning, byrja yfirleitt að væla yfir þessu hátt og í hljóði strax á morgnana. Er svo á kvöldin enn að dæsa yfir álaginu og þusa yfir öllu því sem ekki náðist að klára og læt stundum verða mitt síðasta verk að gera lista yfir verkefni morgundagsins. Sem svo næst auðvitað ekki að ljúka frekar en í gær. Af einhverjum ástæðum hefur mér samt tekist í öllum þessum önnum að viða að mér óskaplegri þekkingu um fólk sem ég þekki ekki baun og hef yfirhöfuð lítinn áhuga á. Samt hef ég stundum mótað mér alls kyns skoðanir á þeim, finnst David fagur á meðan hann þegir og Victoria fullmjó og fullmeðvituð. Veit sirkabát hvar á hnettinum þau eiga heima, hvað þau eru að stússast, núverandi barnafjöld og áætlanir um fjölskyldustærð. Hvað hann gaf henni í afmælisgjöf síðast. Og hvers vegna. Hvað henni fannst um gjöfina. Hvað honum fannst um það sem henni fannst. Mest veit ég þó um hitt ofurparið, hið svokallaða Brangelina. Nýjustu tíðindi eru þau að meðganga tvíburanna hefur ekki reynst þeim nokkur fjötur um fót heldur þvert á móti hefur óléttan hreinlega kryddað kynlífið hjá þeim. Þetta var eiginlega það eina sem mig vantaði að vita, allt hitt var komið. Stundum hittist svo vel á að saman fara tímamót og tímamótauppgötvanir. Hinn 17. júní er einmitt tilvalið að fara yfir það sem af er árinu, gera upp málin, kætast yfir hinu góða og kasta því vonda. Svipað og á gamlárskvöld en með því að gera þetta tvisvar á ári verða uppgjörin viðráðanlegri og minni hætta á óþarfa dramatík. Í þetta sinn varð mælirinn af ruslfréttum fullur, einmitt með upplýsingunum um kynlífskryddið og óléttuna. Ef saman væri lagður tíminn sem fer í að sanka að sér bulli, slúðri og einskis verðum fróðleik um annað fólk, innbyrða nýjustu tíðindi af smæstu hreyfingum einhverra sem hvorki skipta mann máli né bæta nokkru við eigin hamingju - já, ef mínútan hér og mínútan þar væri lögð saman, fæst líklega einmitt klukkutíminn sem einatt vantar í sólarhringinn. Hann væri til dæmis hægt að nota í eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi; lesa eitthvað flókið, kitla börnin, lakka táneglurnar eða krydda kynlífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Nokkuð lengi hefur verið móðins að kvarta undan tímaskorti. Þar er ég sjálf engin undantekning, byrja yfirleitt að væla yfir þessu hátt og í hljóði strax á morgnana. Er svo á kvöldin enn að dæsa yfir álaginu og þusa yfir öllu því sem ekki náðist að klára og læt stundum verða mitt síðasta verk að gera lista yfir verkefni morgundagsins. Sem svo næst auðvitað ekki að ljúka frekar en í gær. Af einhverjum ástæðum hefur mér samt tekist í öllum þessum önnum að viða að mér óskaplegri þekkingu um fólk sem ég þekki ekki baun og hef yfirhöfuð lítinn áhuga á. Samt hef ég stundum mótað mér alls kyns skoðanir á þeim, finnst David fagur á meðan hann þegir og Victoria fullmjó og fullmeðvituð. Veit sirkabát hvar á hnettinum þau eiga heima, hvað þau eru að stússast, núverandi barnafjöld og áætlanir um fjölskyldustærð. Hvað hann gaf henni í afmælisgjöf síðast. Og hvers vegna. Hvað henni fannst um gjöfina. Hvað honum fannst um það sem henni fannst. Mest veit ég þó um hitt ofurparið, hið svokallaða Brangelina. Nýjustu tíðindi eru þau að meðganga tvíburanna hefur ekki reynst þeim nokkur fjötur um fót heldur þvert á móti hefur óléttan hreinlega kryddað kynlífið hjá þeim. Þetta var eiginlega það eina sem mig vantaði að vita, allt hitt var komið. Stundum hittist svo vel á að saman fara tímamót og tímamótauppgötvanir. Hinn 17. júní er einmitt tilvalið að fara yfir það sem af er árinu, gera upp málin, kætast yfir hinu góða og kasta því vonda. Svipað og á gamlárskvöld en með því að gera þetta tvisvar á ári verða uppgjörin viðráðanlegri og minni hætta á óþarfa dramatík. Í þetta sinn varð mælirinn af ruslfréttum fullur, einmitt með upplýsingunum um kynlífskryddið og óléttuna. Ef saman væri lagður tíminn sem fer í að sanka að sér bulli, slúðri og einskis verðum fróðleik um annað fólk, innbyrða nýjustu tíðindi af smæstu hreyfingum einhverra sem hvorki skipta mann máli né bæta nokkru við eigin hamingju - já, ef mínútan hér og mínútan þar væri lögð saman, fæst líklega einmitt klukkutíminn sem einatt vantar í sólarhringinn. Hann væri til dæmis hægt að nota í eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi; lesa eitthvað flókið, kitla börnin, lakka táneglurnar eða krydda kynlífið.