Lífið

Plata Hjaltalín uppseld hjá útgefanda

Hjaltalín
Hjaltalín
Fyrstu fimm þúsund eintökin af Sleepdrunk Seasons, frumburði hljómsveitarinnar Hjaltalín, eru nú uppseld hjá útgefanda. Í stað þess að panta inn ný eintök af upprunalegu útgáfunni var þess í stað ákveðið að taka inn upplag af bresku útgáfu plötunnar sem inniheldur lagið Þú komst við hjartað í mér. Lagið, sem nýlega sló Íslandsmet í sölu á Tónlist.is, verður því loksins fáanlegt á efnislegri plötu með Hjaltalín en áður hafði það komið út á Pottþétt safnplötu.

Hjaltalín hyggst sjálf gefa út plötuna sína í Bretlandi í næsta mánuði og var ákveðið að setja sumarslagarann, Þú komst við hjartað í mér, inn sem CD aukalag. Á svipuðum tíma og breska útgáfan af plötunni var á leið í framleiðslu var upplagið við það að klárast hjá útgefanda plötunnar á Íslandi, Kimi Records, og því var ákveðið að framleiða fleiri eintök af nýju útgáfunni og flytja hluta af upplaginu inn til Íslands. Þessu fregnum hljóta allir þeir sem enn hafa ekki eignað sér Sleepdrunk Seasons að fagna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.