Erlent

Lyf gegn öldrun á markað í náinni framtíð

Virtur bandarískur prófessor segir að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær lyf gegn öldrun verði sett á almennan markað.

David Sinclair er prófessor við læknaskólann í Harvard og þekktur fyrir rannsóknir sínar á heilsusamlegum verkunum efnisins resveratol sem finnst í rauðvíni.

Hann hélt erindi á ráðstefnu um baráttuna gegn öldrun nýlega og sagði þá að vísindamönnum hefði tekist að auka lífslengdina hjá tilraunadýrum í rannsóknarstofum. Það væri aðeins spurning hvenær fólk geti farið að njóta góðs af nýjum lyfjum gegn öldrun.

Að sögn Sinclair verða öldrunarlyf komin á markað innan áratugar. "Þetta er ekki vísindaskáldskapur né nokkuð sem aðeins mun gagnast næstu kynslóð," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×