Myndir af vélinni sem fórst undan ströndum Íslands í gær Andri Ólafsson skrifar 12. febrúar 2008 00:43 Þetta er vélin sem fórst undan ströndum Íslands í gær. Cessna 310 vélin sem fórst seinnipartinn í gær var seld þann 1. febrúar síðastliðinn til fyrirtækis í Bandaríkjunum að nafni ILS inc. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins til að fá upplýsingar um ferðir vélarinnar en heimildarmenn Vísis segja að líklega hafi verið um svokallað ferjuflug að ræða. Það er þegar kaupandi flugvélar, eða einhver á hans vegum, fer með vél sem hann hefur nýleg keypt á þann stað sem hann ætlar að geyma vélina. Flugmaðurinm sem var um borð í vélinni sem fórst var breskur og því hafi líkur verið leiddar að því að hann hafi ætlað til Englands. Hér fyrir neðan er myndaalbúm sem hefur að geyma ljósmyndir af vélinni sem fórst í gær. Vélin sem fórst var framleidd árið 1968. Hún var hins vegar tekin í gegn árið 1998 að sögn þeirra sem höfðu milligöngu um sölu hennar fyrir skemmstu. Söluverð hennar var um 129 þúsund bandaríkjadollarar eða tæpar níu milljón íslenskra króna. Eins og fyrr segir gekk fyrirtækið ILS frá kaupum Cessna vélarinnar þann 1. febrúar. Heimildir Vísi herma að seljandinn sé staðsettur í Flórida. Á þriðjudaginn síðasta var vélinni flogið þaðan áleiðis til Suffolk í Virginíu fylki og þaðan áleiðis norður til New York. Á miðvikudaginn síðasta var vélinni svo flogið frá Albany í New York fylki til Sept Iles eyju í Quebec í Kanada. Í gær var henni svo flogið til Goose Bay í Kanada og þaðan áfram til Narsarsuaq á Grænlandi. Í morgun hélt vélin svo frá Grænlandi og var henni stefnt til Reykjavíkur. Það var á þeirri leið sem annar hreyfill vélarinnar gaf sig með þeim afleiðingum að hún hrapaði í sjóinn um 50 sjómílum vestur af Keflavík. Flugmaður vélarinnar er talinn af. Flugmaðurinn sem fórst sat vinstra megin í vélinni. Það er hins vegar gengið inn í hana hægra meginn frá.Í vélum af þessu tagi er venjulega björgunarbátur. Í söluyfirliti vélarinnar sem fórst í gær er hins vegar engu getið um slíkan öryggisbúnað.Þetta er vélin sem fórst í gær. Annar hreyflinn gaf sig á flugi frá Grænlandi til Íslands. Þegar flugmaður vélarinnar náði ekki að færa eldsneyti frá bilaða hreyflinum í þann sem virkaði vissi hann að hann myndi fara í sjóinn.Eins og sjá má voru nokkur nýleg staðsetningartæki í vélinni.Hérna sjást þau betur.Sex farþegar komast fyrir í flugvélar af þessu tagi. Aðeins einn var um borð þegar þessi vél hrapaði í gær. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Cessna 310 vélin sem fórst seinnipartinn í gær var seld þann 1. febrúar síðastliðinn til fyrirtækis í Bandaríkjunum að nafni ILS inc. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins til að fá upplýsingar um ferðir vélarinnar en heimildarmenn Vísis segja að líklega hafi verið um svokallað ferjuflug að ræða. Það er þegar kaupandi flugvélar, eða einhver á hans vegum, fer með vél sem hann hefur nýleg keypt á þann stað sem hann ætlar að geyma vélina. Flugmaðurinm sem var um borð í vélinni sem fórst var breskur og því hafi líkur verið leiddar að því að hann hafi ætlað til Englands. Hér fyrir neðan er myndaalbúm sem hefur að geyma ljósmyndir af vélinni sem fórst í gær. Vélin sem fórst var framleidd árið 1968. Hún var hins vegar tekin í gegn árið 1998 að sögn þeirra sem höfðu milligöngu um sölu hennar fyrir skemmstu. Söluverð hennar var um 129 þúsund bandaríkjadollarar eða tæpar níu milljón íslenskra króna. Eins og fyrr segir gekk fyrirtækið ILS frá kaupum Cessna vélarinnar þann 1. febrúar. Heimildir Vísi herma að seljandinn sé staðsettur í Flórida. Á þriðjudaginn síðasta var vélinni flogið þaðan áleiðis til Suffolk í Virginíu fylki og þaðan áleiðis norður til New York. Á miðvikudaginn síðasta var vélinni svo flogið frá Albany í New York fylki til Sept Iles eyju í Quebec í Kanada. Í gær var henni svo flogið til Goose Bay í Kanada og þaðan áfram til Narsarsuaq á Grænlandi. Í morgun hélt vélin svo frá Grænlandi og var henni stefnt til Reykjavíkur. Það var á þeirri leið sem annar hreyfill vélarinnar gaf sig með þeim afleiðingum að hún hrapaði í sjóinn um 50 sjómílum vestur af Keflavík. Flugmaður vélarinnar er talinn af. Flugmaðurinn sem fórst sat vinstra megin í vélinni. Það er hins vegar gengið inn í hana hægra meginn frá.Í vélum af þessu tagi er venjulega björgunarbátur. Í söluyfirliti vélarinnar sem fórst í gær er hins vegar engu getið um slíkan öryggisbúnað.Þetta er vélin sem fórst í gær. Annar hreyflinn gaf sig á flugi frá Grænlandi til Íslands. Þegar flugmaður vélarinnar náði ekki að færa eldsneyti frá bilaða hreyflinum í þann sem virkaði vissi hann að hann myndi fara í sjóinn.Eins og sjá má voru nokkur nýleg staðsetningartæki í vélinni.Hérna sjást þau betur.Sex farþegar komast fyrir í flugvélar af þessu tagi. Aðeins einn var um borð þegar þessi vél hrapaði í gær.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira