Innlent

Atvinnuleysi jókst um 14% á milli mánaða

Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins.
Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins.

Skráð atvinnuleysi í janúar 2008 var 1% eða að meðaltali 1.545 manns. Þetta eru 188 fleiri en í desember síðastliðinn eða um 14% aukning, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi er hins vegar um 22% minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,3%.

Atvinnuleysi eykst á höfuðborgarsvæðinu um 12% og er 0,7% en 0,6% í desember. Á landsbyggðinni eykst atvinnuleysi meira eða um 16% og er 1,5% en 1,2% í desember. Atvinnuleysi eykst á meðal karla og er 0,8% en var 0,6% í desember. Atvinnuleysi á meðal kvenna eykst minna og mælist 1,2% en var 1,1% í desember.

Ef smellt er á hlekkinn hér að neðan má sjá skýrslu Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×