Innlent

Bremsur í ólagi á rútunni sem fór út af í Bessastaðabrekku

MYND/Gunnar Gunnarsson

Umferðarslysið í Bessastaðabrekku í Fljótsdal í lok ágúst í fyrra má rekja til þess að bremsurnar á rútunni sem um ræddi voru í ólagi og þá var ástand sæta, sætisfestinga og bílbelta einnig ábótavant.

Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar umferðarslysa í málinu. Alls voru 38 manns í rútunni, allt erlendir verkamenn, og slösuðust sextán þeirra. Hlutu níu manns mikil meiðsli. Að mati rannsóknarnefndarinnar er nauðsynlegt að skoða vandlega frágang sæta í þeim hópbifreiðum sem bílbeltum hefur verið bætt í á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×