Innlent

Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum fíkniefnasmyglurum

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bræðrunum Ara Gunnarssyni og Jóhannesi Páli Gunnarssyni til 22. febrúar næstkomandi. Þeir eru grunaðir um aðild að smygli á fjórum og hálfu kílói af amfetamíni og sex hundruð grömmum af kókaíni til landsins. Þá hefur hæstiréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tómasi Kristjánssyni, starfsmanni UPS hraðsendingarfyrirtækisins, til sama dags. Þá situr fjórði maðurinn, Annþór Karlsson, einnig í gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×