Erlent

Vísbendingar um tíma fyrir "Stórahvell"

Hópur eðlisfræðinga segir að hann hafi fundið vísbendingar um tíma fyrir svokallaðan "Stórahvell" en þá er talið að alheimurinn hafi myndast í gríðarlegri sprengingu fyrir tæplega 14 milljörðum ára síðan.

Vísbendingar þessar felast í rannsóknum á örbylgjubakgrunni alheimsins (CMB) sem eru geislar frá þeim tíma þegar alheimurinn var um 400.000 ára gamall.

Líkanið sem eðlisfræðingarnir hafa sett upp gæti útskýrt afhverju við upplifum tímann sem beina línu, það er frá gærdeginum og fram á morgundaginn.

CMB eru leyfar af geislum sem finna má allstaðar í alheiminum og eru taldir helsta sönnun þess að "Stórihvellur" varð í rauninni.

Eðlisfræðingarnir sem hér um ræðir starfa við Calteh eða Tæknistofnun Kaliforníu. Hægt er að lesa betur um rannsóknir þeirra í Physical Rewiew Letters

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×