Bíó og sjónvarp

Ráðstefna á RIFF

Heimildarmyndin Heima um tónleikaferð Sigur Rósar telst afar vel heppnuð.                  Fréttablaðið/Heiða
Heimildarmyndin Heima um tónleikaferð Sigur Rósar telst afar vel heppnuð. Fréttablaðið/Heiða

Ráðstefna um snertifleti tónlistar og kvikmynda verður á tónlistardagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF.

Sjónum verður beint að heimildarmyndinni Heima og skoðað hvað gerði þá mynd eins vinsæla og vel heppnaða og raun ber vitni. Til þess eru kallaðir umboðsmaður Sigur-Rósar, Kári Sturluson, Brad Abramson, varaforseti heimildardeildar VH1, fulltrúi True North og Stefan Denitriou hjá EMI.

Þá verður fjallað um hljóðspor, eða „soundtrack“ og hvernig tónlist og kvikmyndir geta aukið sölu hvort á öðru. Til þess eru fengnir Eric Michon frá Universal Music í Frakklandi og Thomas Jamois, forstjóri hljóðsporadeildar Naïve.

Loks verða samningar og samningsvandamál rædd. Mikkel Maltha frá Zentropa í Danmörku og Elisa Lundgren leiða gesti úr frumskógi lagalegra vandkvæða í Evrópu en Atli Örvarsson fræðir gesti um aðferðir Hollywood við kaup á tónlist í kvikmyndir.

Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu 2. október og kostar 15.000 krónur að taka þátt, hádegismatur innifalinn. Hægt er að skrá þátttöku í gegnum netfangið register@riff.is. -kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×