Erlent

Íslenska þjóðin þurrkuð út í Darfur

Óli Tynes skrifar
Frá Darfur.
Frá Darfur. MYND/Reuters

Endurskoðun mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna á mannfalli í Darfur héraði í Súdan benda til þess að um 300 þúsund manns hafi látið lífið.

Þetta var upplýst á fundi öryggisráðs samtakanna. Það jafngildir því að íslenska þjóðin hafi verið þurrkuð út.

Auk þess hafa milljónir manna þurft að flýja heimili sín. Þrátt fyrir almenna fordæmingu á ástandinu í Darfur virðist alþjóða samfélagið hafa fá ráð til þess að bæta það.

Erfiðlega hefur gengið að manna friðargæslulið sem Sameinuðu þjóðirnar ætla að senda til landsins.

Súdan lýtur arabiskri stjórn sem hefur verið sökuð um þjóðernishreinsanir gagnvart svörtum íbúum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×