Valgerður: Erfitt fyrir Bjarna að sitja áfram sem þingmaður 11. nóvember 2008 08:26 Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. Bjarni sendi aðstoðarmanni sínum tölvubréf í gærkvöld með þeim fyrirmælum að senda bréfið fjölmiðlamönnum undir nafnleynd en sendi óvart tölvubréfið á alla fjölmiðla. Í harðorðu bréfinu, sem fylgir tölvupóstinum og undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er alveg undrandi," sagði Valgerður þegar hún var innt eftir viðbrögðum við bréfinu í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta er náttúrulega forkastanlegt og eitthvað það ljótasta sem ég hef séð á mínum ferli sem þingmaður," sagði Valgerður enn fremur. Hún sagðist hafa fengið mikil viðbrögð frá flokksmönnum í gærkvöldi sem væru eyðilagðir yfir þessum vinnubrögðum Bjarna. Sagði Valgerður að haldnir yrðu fundir í stofnunum flokksins vegna málsins á næstu dögum og von væri á ályktunum vegna þessa. Aðspurð um stöðu Bjarna sagði Valgerður að hún væri mjög erfið og hann hlyti að gera sér grein fyrir að þessu væri lokið hjá honum. Aðspurð sagðist hún þó ekki myndu krefjast þess að að hann segði af sér þingmennsku en hún vildi höfða til samvisku Bjarna. Það myndu berast ályktanir sem yrðu á þá lund. Vísað var til bréfsins sem framsóknarmennirnir tveir sendu Valgerði. Þar var hún gagnrýndi fyrir að tala niður krónuna og fyrir að fara gegn formanninum Guðna Ágústssyni. Valgerður sagðist ekki vita hvert mennirnir væru að fara varðandi yfirlýsingar um formanninn en hún hefði hins vegar löngu gert sér grein fyrir að íslenska króna væri ekki framtíðargjaldmiðill. Það hefði hún sagt fyrir um þremur árum. Hún sagði enn fremur að það væri mismunandi skoðanir innan Framsóknarflokksins í Evrópumálum en menn gætu ekkert afsakað sig með því. Aðspurð hvaða tilgangur væri á bak við þetta hjá Bjarna sagði Valgerður rétt að hann svaraði því. Hann ætlaði líklega að ná sér niður á henni „og koma mér í vandræði en ég hef nú marga fjöruna sopið um dagana," sagði Valgerður. Tengdar fréttir Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. Bjarni sendi aðstoðarmanni sínum tölvubréf í gærkvöld með þeim fyrirmælum að senda bréfið fjölmiðlamönnum undir nafnleynd en sendi óvart tölvubréfið á alla fjölmiðla. Í harðorðu bréfinu, sem fylgir tölvupóstinum og undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er alveg undrandi," sagði Valgerður þegar hún var innt eftir viðbrögðum við bréfinu í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta er náttúrulega forkastanlegt og eitthvað það ljótasta sem ég hef séð á mínum ferli sem þingmaður," sagði Valgerður enn fremur. Hún sagðist hafa fengið mikil viðbrögð frá flokksmönnum í gærkvöldi sem væru eyðilagðir yfir þessum vinnubrögðum Bjarna. Sagði Valgerður að haldnir yrðu fundir í stofnunum flokksins vegna málsins á næstu dögum og von væri á ályktunum vegna þessa. Aðspurð um stöðu Bjarna sagði Valgerður að hún væri mjög erfið og hann hlyti að gera sér grein fyrir að þessu væri lokið hjá honum. Aðspurð sagðist hún þó ekki myndu krefjast þess að að hann segði af sér þingmennsku en hún vildi höfða til samvisku Bjarna. Það myndu berast ályktanir sem yrðu á þá lund. Vísað var til bréfsins sem framsóknarmennirnir tveir sendu Valgerði. Þar var hún gagnrýndi fyrir að tala niður krónuna og fyrir að fara gegn formanninum Guðna Ágústssyni. Valgerður sagðist ekki vita hvert mennirnir væru að fara varðandi yfirlýsingar um formanninn en hún hefði hins vegar löngu gert sér grein fyrir að íslenska króna væri ekki framtíðargjaldmiðill. Það hefði hún sagt fyrir um þremur árum. Hún sagði enn fremur að það væri mismunandi skoðanir innan Framsóknarflokksins í Evrópumálum en menn gætu ekkert afsakað sig með því. Aðspurð hvaða tilgangur væri á bak við þetta hjá Bjarna sagði Valgerður rétt að hann svaraði því. Hann ætlaði líklega að ná sér niður á henni „og koma mér í vandræði en ég hef nú marga fjöruna sopið um dagana," sagði Valgerður.
Tengdar fréttir Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15