Viðskipti erlent

Verri efnahagshorfur vestanhafs

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Mynd/AP

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Nokkur atriði spila inn í, svo sem verri efnahagshorfur vestanhafs, að mati bandaríska póstflutningafyrirtækisins UPS, og mikil hækkun á olíuverði. Olíuverðið fór í rúma 112 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum í dag og hefur aldrei verið hærra.

Bloomberg-fréttaveitan hafði eftir fjármálasérfræðingum í dag að olíuverðið hafi snarhækkað þegar fjárfestar festu aukið fjármagn á hrávörumarkaði auk þess sem olíubirgðir í Bandaríkjunum drógust óvænt saman á milli vikna. Markaðsaðilar höfðu áður spáð því að birgðirnar myndu aukast fremur en hitt.

Gengi hlutabréfa í flug- og flutningarekstri lækkaði mikið í kjölfarið enda útlit fyrir að aukinn rekstrarkostnaður falli í bækur félaganna.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,39 prósent og stendur í 12.527,26 stigum en Nasdaq-vísitalan lækkaði um rúmt prósentustig og stendur í 2.322,12 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×