Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 4. janúar 2008 15:49 Baltasar Kormákur MYND/Frétt Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri," segir Baltasar, en það var ein hugmynda sem kom fram í verkefninu Kvikmyndaborgin Reykjavík. „Ég hef lýst yfir áhuga á því að vera leiðandi aðili í verkefninu en vil fá sem flesta sem starfa í geiranum til þess að koma að þessu," segir Baltasar. Málið var eitt þess sem rætt var á óformlegum hádegisverðarfundi Baltasars og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra skömmu fyrir áramót. Með þeim á fundinum voru leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth, en það var einmitt sá síðarnefndi sem sagði frá hugmyndum Baltasars í viðtali við Ragnhildi Magnúsdóttur á Bylgjunni fyrr í dag. Þeir eru mjög hrifinir af hugmyndinni og hafa báðir lýst yfir áhuga á að nýta sér aðstöðuna. Dagur sagði í samtali við Vísi að málið hafi verið í skoðun í nokkurn tíma sem hluti af Kvikmyndaborginni Reykjavík. Hann á von á því að á næstu vikum verði tilkynntar næstu aðgerðir í því verkefni. Þær séu meðal annars um að eflingu kvikmyndahátíðarinnar og það að koma á fót stofnun sem kvikmyndaframleiðendur gætu leitað til varðandi þau atriði sem koma upp við framleiðslu og tökur bíómynda, svo sem ef loka þarf götum eða þvílíku. Kvikmyndaverið er fyrst og fremst hugsað fyrir innlendan markað en Baltasar segir það þó vel inn í myndinni að það geti laðað að sér erlenda framleiðendur. Í tengslum við erlendar kvikmyndir komi hingað mikið af hæfu fólki sem myndi með tilkomu kvikmyndaþorps starfa nánar með íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Myndi kvikmyndaþorpið þannig hjálpa til að styrkja tengsl þar á milli. „Aðallega er þetta gert til að þessi bransi geti vaxið og dafnað." Baltasar segir það afar mikilvægt að kvikmyndaver á borð við þetta yrði í Reykjavík og helst sem næst miðbænum. Þar vilji fólk helst vera og það sé frumforsenda þess að fólk nýti sér aðstöðuna. Þá sé geti það gert framleiðendum mun auðveldara fyrir að laða stjörnur að verkefnunum. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri," segir Baltasar, en það var ein hugmynda sem kom fram í verkefninu Kvikmyndaborgin Reykjavík. „Ég hef lýst yfir áhuga á því að vera leiðandi aðili í verkefninu en vil fá sem flesta sem starfa í geiranum til þess að koma að þessu," segir Baltasar. Málið var eitt þess sem rætt var á óformlegum hádegisverðarfundi Baltasars og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra skömmu fyrir áramót. Með þeim á fundinum voru leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth, en það var einmitt sá síðarnefndi sem sagði frá hugmyndum Baltasars í viðtali við Ragnhildi Magnúsdóttur á Bylgjunni fyrr í dag. Þeir eru mjög hrifinir af hugmyndinni og hafa báðir lýst yfir áhuga á að nýta sér aðstöðuna. Dagur sagði í samtali við Vísi að málið hafi verið í skoðun í nokkurn tíma sem hluti af Kvikmyndaborginni Reykjavík. Hann á von á því að á næstu vikum verði tilkynntar næstu aðgerðir í því verkefni. Þær séu meðal annars um að eflingu kvikmyndahátíðarinnar og það að koma á fót stofnun sem kvikmyndaframleiðendur gætu leitað til varðandi þau atriði sem koma upp við framleiðslu og tökur bíómynda, svo sem ef loka þarf götum eða þvílíku. Kvikmyndaverið er fyrst og fremst hugsað fyrir innlendan markað en Baltasar segir það þó vel inn í myndinni að það geti laðað að sér erlenda framleiðendur. Í tengslum við erlendar kvikmyndir komi hingað mikið af hæfu fólki sem myndi með tilkomu kvikmyndaþorps starfa nánar með íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Myndi kvikmyndaþorpið þannig hjálpa til að styrkja tengsl þar á milli. „Aðallega er þetta gert til að þessi bransi geti vaxið og dafnað." Baltasar segir það afar mikilvægt að kvikmyndaver á borð við þetta yrði í Reykjavík og helst sem næst miðbænum. Þar vilji fólk helst vera og það sé frumforsenda þess að fólk nýti sér aðstöðuna. Þá sé geti það gert framleiðendum mun auðveldara fyrir að laða stjörnur að verkefnunum.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira