Erlent

Karl í krapinu

Óli Tynes skrifar
MYND/AP

Nístandi kaldur og bálhvass vetrarstormur gekk yfir Kaliforníu um síðustu helgi. Vegir tepptust og skriður féllu. Rafmagn fór af húsum og ástandið var allt hið ömurlegasta.

Margir tóku þann kostinn að halda sig innan dyra. En ekki allir. Til dæmis ekki þessi brimbrettakappi. Hann notfærði sér öldurnar sem stormurinn magnaði upp til þess að leika sér undir suðurturni Golden Gate brúarinnar í San Francisco.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×