Erlent

Leitað að eldflaugaskotmönnum

Óli Tynes skrifar
Nokkrir Palestínumenn voru handteknir og færðir til yfirheyrslu.
Nokkrir Palestínumenn voru handteknir og færðir til yfirheyrslu. MYND/AP

Ísraelar hafa hert enn aðgerðir á Gaza ströndinni til þess að reyna að koma í veg fyrir að Palestínumenn skjóti þaðan eldflaugum og vörpusprengjum yfir landamærin. Í síðustu viku var skotið eldflaug sem náði langt inn í Ísrael.

Í gær fóru hersveitir inn á ströndina í grennd við bæinn Bureij og handtóku þar nokkra Paloestínumenn. Bundið var fyrir augu þeirra og hendur þeirra fjötraðar meðan þess var beðið að hægt yrði að flytja þá til yfirheyrslu.

Ísraelum er einnig í mun að koma í veg fyrir eldflaugaskothríð meðan George Bush Bandaríkjaforseti heimsækir landið, en hann er væntanlegur þangað síðar í þessari viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×