Erlent

Samsteypustjórn í Kosovo

Óli Tynes skrifar
Bandarískir þjóðvarðliðar frá Minnesota á eftirlitsferð í bænum Vitina í Kosovo. Þeir eru hluti af friðargæsluliði NATO.
Bandarískir þjóðvarðliðar frá Minnesota á eftirlitsferð í bænum Vitina í Kosovo. Þeir eru hluti af friðargæsluliði NATO.

Albanar í Kosovo hafa loks náð samkomulagi um tveggja flokka samsteypustjórn sem á að leiða héraðið til sjálfstæðis á næstu mánuðum.

Ekki verður það þó einfalt mál þar sem Serbar taka sjálfstæði ekki í mál og þeir njóta stuðnings Rússa.

Víst er að Rússar myndu beita neitunarvaldi ef málið færi fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Bandaríkin og Evrópusambandið ætla því að fara þá leið að Kosovo fái sjálfstæði undir forsjá Evrópusambandsins, án þess að tillaga þar um verði lögð fyrir ráðið.

Um 10 þúsund manns féllu í Kosovo þegar Serbar réðust gegn albönskum aðskilnaðarsinnum árið 1998. Um ein milljón manna hraktist frá heimilum sínum.

Flestir flúðu til Albaníu og Makedóníu. Langflestir sneru til baka eftir að NATO skarst í leikinn og braut her Serba á bak aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×