Innlent

Davíð Smári er fórnarlambið

Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. „Í heildina litið er það Davíð Smári sem er fórnarlambið í þessu máli og ég vona að hann fái hjálp við sínum vanda," sagði Davíð Arnórsson í samtali við Ísland í dag.

Davíð Smári réðst á nafna sinn á snyrtingu inni á Apótekinu um jólin með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi fótbrotnaði. „Ég er þakklátur fyrir að vera ekki verr leikinn eftir árásina," segir Davíð. „Ég er þakklátur fyrir að þetta sé bara löppin, þó maður komist ekki til vinnu," segir hann.

Davíð segir að hann hafi ekki þekkt til Davíðs Smára eða vitorðsmanna hans áður en árásin varð og því hafi árásin verið tilefnislaus. Hann segist jafnframt vonast til þess að lögreglan fái betri úrræði til að fást við mál eins og þessi, þar sem menn gerast ítrekað sekir um ofbeldisbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×