Erlent

Mikilvægar upplýsingar komnar fram um gerð húðar á risaeðlum

Steingerfingur sem grafinn var upp í Kína hefur veitt vísindamönnum mikilvægar upplýsingar um húð og holdafar risaeðla. Þannig mun húð plöntuætunnar Psittacosaurus hafa líkst húð hákarla, mjög þykkt og sett brynflögum eða fiðri.

Vísindamenn segja að húðin hafi varið líffæri eðlunnar gegn kjötætum en steingerfingarnir sem fundist hafa bera þess merki að hrææta hafi rifið og tætt hold hennar eftir að hún dó fyrir um 100 milljónum ára síðan.

Mjúkir vefir eins og skinn og hold varðveitast yfirleitt ekki sem steingerfingar og það hefur leitt til mikilla skoðanaskipta um hvort húð risaeðla hafi verið fiðruð eða ekki.

Steingerfingarnir sem fundust í Kína benda til að húð risaeðla hafi verið í mörgum lögum og helst líkst húð dýra á borð við hákarla, höfrunga og núlifandi eðla.

Rannsóknir á leyfum Psittacosaurus hafa leitt í ljós að eðlan var að öllum líkindum forfaðir svína, lifði að mestu á gróðri en einnig litlum dýrum og hræum sem urðu á vegi hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×