Viðskipti erlent

Hráolíuverð lækkar þrátt fyrir samdrátt

Heimsmarkaðsverð á hráoloíu lækkaði um tæpan dal á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum jukust á milli vikna. Þótt eldsneytisbirgðir hafi aukist í landinu hefur heldur dregið úr hráolíubirgðum, sem hafa ekki verið minni í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum bandaríska orkumálaráðuneytisins.

Þetta er áttunda vikan í röð sem dregur úr birgðunum.

Menn eru hins vegar svartsýnir og telja líkur á að enn geti dregið úr olíubirgðunum, að því er fréttastofan Associated Press hermir.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 92 dali á tunnu og stendur nú í 94,75 dölum. Þetta er talsvert undir þeim 100 dölum sem tunnan fór í í upphafi árs en þá hafði olíudropinn aldrei verið dýrari.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×