Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg 10. janúar 2008 14:56 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri átti á dögunum fund með bandarísku kvikmyndagerðarmönnunum Eli Roth og Quentin Taratino þar sem hugmyndir um kvikmyndaborgina Reykjavík voru ræddar. MYND/GVA Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. Þá á Höfuðborgarstofa að verða miðstöð í samskiptum Reykjavíkurborgar og kvikmyndagerðarmanna og þar eiga kvikmyndagerðarmenn að geta úrlausn erinda sinna á einum stað. Fram kemur í fundargerð borgaráðs að Höfuðborgarstofa eigi meðal annars að tengja aðrar stofnanir og svið sem koma að leyfisveitingum og annarri þjónustu við kvikmyndagerð. Þá verður Höfuðborgarstofu einnig falið að kynna kvikmyndaborgina Reykjavík í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Fær stofan þriggja milljóna króna aukafjárveitingu á þessu ári vegna þessara nýju verkefna. Gert er ráð fyrir að í fjárhagsáætlun næstu þriggja ára verði fimm milljóna króna árlegt framlag til verkefnisins. Auk þess er menningar- og ferðamálasviði falið að undirbúa gerð samninga um að efla til muna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík - Reykjavík International Film Festival. „Í því sambandi verði einnig litið til stórbættra möguleika til kvikmyndasýninga og tengdrar starfsemi í endurgerðu Tjarnarbíói samhliða heildstæðri framtíðarstefnumörkun um nýtingu þess fyrir sjálfstæða leikhópa. Samningurinn verði til þriggja ára og komi til afgreiðslu borgarráðs," segir í fundargerð borgarráðs. Samkvæmt tillögunni verður skipulags- og byggingarsviði falið að kanna raunhæfni og hugsanlegar staðsetningar fjölnota kvikmyndavers - kvikmyndaþorps - í Reykjavík á grundvelli fyrirliggjandi þarfagreiningar og áhuga af hálfu fjölmargra lykilaðila í reykvískri kvikmyndagerð. Í kjölfarið verði tekin afstaða til verkefnishugmyndarinnar í heild. Tillagan var samþykkt um leið og stýrihópi um Kvikmyndaborgina Reykjavík var þakkað fyrir vel unnin störf og spennandi tillögur. Lýsir borgarráð yfir eindregnum vilja til þess að skapa sem ákjósanlegust skilyrði í borginni fyrir innlenda og alþjóðlega kvikmyndagerð. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. Þá á Höfuðborgarstofa að verða miðstöð í samskiptum Reykjavíkurborgar og kvikmyndagerðarmanna og þar eiga kvikmyndagerðarmenn að geta úrlausn erinda sinna á einum stað. Fram kemur í fundargerð borgaráðs að Höfuðborgarstofa eigi meðal annars að tengja aðrar stofnanir og svið sem koma að leyfisveitingum og annarri þjónustu við kvikmyndagerð. Þá verður Höfuðborgarstofu einnig falið að kynna kvikmyndaborgina Reykjavík í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Fær stofan þriggja milljóna króna aukafjárveitingu á þessu ári vegna þessara nýju verkefna. Gert er ráð fyrir að í fjárhagsáætlun næstu þriggja ára verði fimm milljóna króna árlegt framlag til verkefnisins. Auk þess er menningar- og ferðamálasviði falið að undirbúa gerð samninga um að efla til muna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík - Reykjavík International Film Festival. „Í því sambandi verði einnig litið til stórbættra möguleika til kvikmyndasýninga og tengdrar starfsemi í endurgerðu Tjarnarbíói samhliða heildstæðri framtíðarstefnumörkun um nýtingu þess fyrir sjálfstæða leikhópa. Samningurinn verði til þriggja ára og komi til afgreiðslu borgarráðs," segir í fundargerð borgarráðs. Samkvæmt tillögunni verður skipulags- og byggingarsviði falið að kanna raunhæfni og hugsanlegar staðsetningar fjölnota kvikmyndavers - kvikmyndaþorps - í Reykjavík á grundvelli fyrirliggjandi þarfagreiningar og áhuga af hálfu fjölmargra lykilaðila í reykvískri kvikmyndagerð. Í kjölfarið verði tekin afstaða til verkefnishugmyndarinnar í heild. Tillagan var samþykkt um leið og stýrihópi um Kvikmyndaborgina Reykjavík var þakkað fyrir vel unnin störf og spennandi tillögur. Lýsir borgarráð yfir eindregnum vilja til þess að skapa sem ákjósanlegust skilyrði í borginni fyrir innlenda og alþjóðlega kvikmyndagerð.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira