Viðskipti erlent

Bank of America til bjargar Countrywide

Bank of America bjargar Countrywide.
Bank of America bjargar Countrywide.

Viðræður eru langt komnar um kaup Bank of America, eins af stærstu bönkum Bandaríkjanna, á Countrywide, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins. Countrywide hefur beðið afhroð í lausafjárkrísunni sem skekið hefur fjármálaheiminn upp á síðkastið og gengi þess fallið um heil 89 prósent.

Útlánastefna fyrirtækisins hefur verið harðlega gagnrýnd eftir því sem lausafjárþurrðin í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignamarkaði hefur bitið fastar í afkomu banka og fjármálafyrirtækja og hefur rekstur fyrirtækisins verið til rannsóknar.

Gengi Countrywide, sem í vikunni var sagt eiga á hættu að verða gjaldþrota, rauk upp um rúm 60 prósent þegar best lét í dag eftir að bandaríska viðskiptadagblaðið Wall Street Journal birti frétt um viðræðurnar í dag. Fjárfestar hafa tekið viðræðunum vel vestanhafs og hefur það smitað út frá sér í almennri hækkun á hlutabréfamarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×