Körfubolti

Grindvíkingar lögðu KR

Helgi Jónas Guðfinnsson sneri aftur með Grindavík í kvöld
Helgi Jónas Guðfinnsson sneri aftur með Grindavík í kvöld Mynd/Auðunn

Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express deildinni í köfubolta í kvöld. Grindvíkingar gerðu góða ferð í vesturbæinn og lögðu KR-inga 87-76, þar sem gestirnir höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu.

Andrew Fogel var stigahæstur í liði KR með 20 stig og 8 fráköst og Joshua Helm skoraði 19 stig. Jonathan Griffin skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Grindavík, Adam Darboe skoraði 22 stig og gaf 6 stoðsendingar og Páll Axel Vilbergsson skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. 

Dimitar í stuði

Stjarnan vann 96-79 sigur á Fjölni á heimavelli þar sem Dimitar Karadzovski fór mikinn í liði heimamanna. Hann skoraði 29 stig, hirti 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar og skoraði m.a. sjö þrista í leiknum. Calvin Roland skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Stjörnuna. Karlton Mims skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst fyrir Fjölni og Kristinn Jónasson skoraði 21 stig. 

 

Skallagrímur hafði betur gegn Hamri í Hveragerði 84-80 þar sem Nicolas King skoraði 24 stig fyrir heimamenn og Svavar Pálsson 17, en Pétur Sigurðsson skoraði 24 stig fyrir Skallagrím og Darrell Flake skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst.

Loks rótburstuðu Njarðvíkingar Þórsara á heimavelli 139-90.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×