Gullverð komið í methæðir 12. janúar 2008 08:00 Gullverð hefur aldrei verið jafn dýrt og nú um stundir. Verð á gulli fór í rétt rúma 900 dali á únsu til skamms tíma á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Þetta er hæsta verð sem nokkru sinni hefur sést á eðalmálminum sem hefur hækkað mjög í verði upp á síðkastið, hraðar en reiknað hefur verið með. Óróleiki á fjármálamörkuðum hefur valdið því að fjárfestar hafa leitað í hefðbundnar, sem margir hverjir kalla gamaldags, en gulltryggðar fjárfestingar á borð við olíu, steinsteypu og gull. Verðið lækkaði lítillega eftir því sem á leið en stendur enn fast við 900 dalina. Gullverðið hefur farið í hæstu hæðir næstum hvern dag það sem af er árs og stóð í 897,3 dölum á úsnu á fimmtudag, að sögn Associated Press-fréttastofunnar sem hefur eftir markaðsaðilum að gull og aðrir málmar hafi í gegnum tíðina reynst fjárfestum gott skjól á óvissutímum líkt og nú um stundir á hlutabréfamörkuðum. Þá hækkaði verðið um 32 prósent á síðasta ári sem er talsvert umfram aðra fjárfestingu eftir að lausafjárþurrðin fór að bíta á fjármálamörkuðum víða um heim í sumar. Associated Press tekur reyndar fram að ef tekið sé tillit til verðbólgu er verðið nú fjarri því að vera í methæðum. Únsa af gulli fór í 875 dali á því ágæta ári 1980. Sé hins vegar tekið tillit til verðbólgu myndi sama únsa standa í um 2.115 til 2.220 dölum í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verð á gulli fór í rétt rúma 900 dali á únsu til skamms tíma á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Þetta er hæsta verð sem nokkru sinni hefur sést á eðalmálminum sem hefur hækkað mjög í verði upp á síðkastið, hraðar en reiknað hefur verið með. Óróleiki á fjármálamörkuðum hefur valdið því að fjárfestar hafa leitað í hefðbundnar, sem margir hverjir kalla gamaldags, en gulltryggðar fjárfestingar á borð við olíu, steinsteypu og gull. Verðið lækkaði lítillega eftir því sem á leið en stendur enn fast við 900 dalina. Gullverðið hefur farið í hæstu hæðir næstum hvern dag það sem af er árs og stóð í 897,3 dölum á úsnu á fimmtudag, að sögn Associated Press-fréttastofunnar sem hefur eftir markaðsaðilum að gull og aðrir málmar hafi í gegnum tíðina reynst fjárfestum gott skjól á óvissutímum líkt og nú um stundir á hlutabréfamörkuðum. Þá hækkaði verðið um 32 prósent á síðasta ári sem er talsvert umfram aðra fjárfestingu eftir að lausafjárþurrðin fór að bíta á fjármálamörkuðum víða um heim í sumar. Associated Press tekur reyndar fram að ef tekið sé tillit til verðbólgu er verðið nú fjarri því að vera í methæðum. Únsa af gulli fór í 875 dali á því ágæta ári 1980. Sé hins vegar tekið tillit til verðbólgu myndi sama únsa standa í um 2.115 til 2.220 dölum í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira