Erlent

20 þúsund hermenn heim frá Írak

George Bush, forseti Bandaríkjanna kom til Kúveit í dag.
George Bush, forseti Bandaríkjanna kom til Kúveit í dag.

Bandaríkjamenn munu samkvæmt áætlun kalla tuttugu þúsund hermenn heim frá Írak innan hálfs árs. Þetta sagði Bush Bandaríkjaforseti í ræðu sem hann hélt í Kúvæt í morgun. Forsetinn er á ferð um Mið-Austurlönd.

Hann sagði frekari heimkvaðningu hermanna frá Írak eftir það velta á ráðgjöf herforingja Bandaríkjahers í landinu. Bush sagði fjölgun í herliðinu á síðasta ári hafa skilað árangri.

Árásum og ofbeldisverkum hafi fækkað og al Kaída hryðjuverkasamtökunum hefði verið veitt þung högg með fjölda árása á bækistöðvar þeirra víða um landið.

Forsetinn hvatti Írana og Sýrlendinga til að grípa til aðgerða svo fækka mætti óhæfuverkum í Írak enn frekar.

Í nýlegri skýrslu segir að 150 þúsund Írakar hafi fallið frá því ráðist var inn í landið árið 2003. Langflestir voru óbreyttir borgarar og langflestir féllu fyrir hendi annarra Íraka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×