Erlent

Geimfar flýgur framhjá Merkúr

Fyrsta geimfarið sem heimsækir Merkúr í yfir 30 ár mun fljúga framhjá plánetunni í dag í aðeins 200 kílómetra fjarlægð. Stjarnfræðingar bíða spenntir eftir myndum og upplýsingum frá geimfarinu

Um er að ræða geimfarið Messenger frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Þetta verður fyrsta af þremur flugferðum Messenger framhjá Merkúr en síðan á geimfarið að fara á braut um plánetuna árið 2011.

Í þessari fyrstu ferð framhjá Merkúr mun Messanger senda um 1.300 myndir til Jarðar auk annarra upplýsinga um plánetna. Ekkert geimfar hefur flogið jafnnálægt Merkúr síðan Mariner 10undi gerði slíkt árið 1975. Messenger er nú hálfnaður á sjö ára ferð sinni um innsta svæði sólkerfisins.

Aðstæður á Merkúr eru um margt hrikalegar. Helmingur plánetunnar snýr stöðugt að sólu og getur munur á hitastigi þar náð allt að 1.100 gráðum á celsíus. Hinn helmingurinn er stöðugt í myrkri. Upplýsingar frá Mariner 10unda á sínum tíma gáfu til kynna að eldfjallavirkni hefði verið á dökku hlið Merkúrs í árdaga og er Messenger meðal annars ætlað að afla frekari gagna um slíkt. Og nefna má að Merkúr er eina plánetan í sólkerfinu, fyrir utan Jörðina, sem hefur segulsvið sem bendir til að kjarni plánetunnar sé úr járni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×