Erlent

Fæturnir frá Össuri eru of góðir

Óli Tynes skrifar
Oscar Pistorius; engin furða þótt hann sé kallaður Blade Runner.
Oscar Pistorius; engin furða þótt hann sé kallaður Blade Runner.

Alþjóða frjálsíþróttasambandið sagði í dag að gervifæturnir sem Össur smíðaði fyrir suður-afríska hlauparann Oscar Pistorius gefi honum alltof mikið forskot á aðra keppendur. Því fær hann ekki að taka þátt í Ólumpíuleikunum í Peking.

Pistorius misti báða fætur þegar hann var barn og hleypur á gervilimum frá Össuri. Það eru sveigð karbon trefjablöð, mjög létt og fjaðrandi.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar frjálsíþróttasambandsins notar Pistorius 25 prósent minni orku við að hlaupa en ófatlaður hlaupari með sambærilega getu.

Og vélrænn ávinningur hans af trefjablöðunum er 30 prósent umfram ófatlaðan hlaupara. Engin furða þótt hann sé kallaður Blade Runner.

Pistorius er 21 árs. Hann fékk gull og brons á Ólympíuleikum fatlaðra 2004 en vildi núna keppa við ófatlaða. Ákvörðunin í dag er honum því mikið áfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×