Erlent

Mazda brúar bilið

Óli Tynes skrifar
Mazda Furai
Mazda Furai

Mazda Furai er ætlað að brúa bilið á milli kappakstursbíls og sportbíls, í nýjum götubíl. Nýi bíllinn er grundvallaður Le Mans kappaksursbíl.

Í hann er notuð grindin úr Courage C65 og vélin er 450 hestafla Wankel vél.

Bíllinn verður að vísu með vindskeið, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er hann byggður eftir hinni rómuðu flæðilínu Mazda. Hann er eiginlega ein stór vindskeið og byggingarlagið ætti að líma hann við veginn.

Mazda Furai er nú sýndur á bílasýningunni í Detroit í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×