Flugvélasmiðir hjá Boeing eiga í vandræðum með smíði Boeing 787 Dreamliner-þotunnar, nýjustu farþegavélar fyrirtækisins, og gæti svo farið að afhending hennar dragist frekar á langinn. Þetta fullyrða dagblöðin Financial Times og Wall Street Journal í dag.
Þetta er fyrsta nýja vélin sem Boeing framleiðir í þréttán ár og er þegar búið að selja 802 vélar.
Blöðin segja ennfremur að þetta geti dregið afhendinguna um þrjá mánuði. Japanska flugfélagið Nippon átti að fá fyrstu vélina afhenta í maí. Gangi hrakspár blaðanna hins vegar eftir gæti dregist fram á næsta ári.