Erlent

Saudi Arabía tekur vel í að auka olíuframleiðslu

Óli Tynes skrifar

George Bush Bandaríkjaforseti vonast til þess að fundur hans með Abdullah, konungi Saudi Arabíu leiði til þess að samtök olíuframleiðsluríkja auki framleiðslu sína.

Það myndi leiða til lækkunar á olíuverði sem hefur verið í hæstu hæðum undanfarnar vikur.

Talsmaður Hvíta hússins sagði við frétamenn að konungur hefði lýst skilningi á því að hátt verð á olíu hefði neikvæð áhrif á hagvöxt um allan heim.

Opec ríkin hafa raunar sagt að hið háa olíuverð sé ekki vegna of lítillar framleiðslu.

Enginn olíuskortur sé í heiminum. Hinsvegar séu olíuhreinsunarstöðvar of fáar og hafi ekki undan að hreinsa þá olíu sem framleidd er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×