Erlent

Ekki tilbúnir að kyngja klónuðu kjöti

Óli Tynes skrifar
Kindin Dolly var klónuð fyrst dýra.
Kindin Dolly var klónuð fyrst dýra.

Japanir segja að þeir muni gera sínar eigin rannsóknir á því hvort kjöt af klónuðum skepnum sé hæft til manneldis.

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa kveðið upp þann úrskurð að svo sé. Japanir reiða sig mjög á innflutt matvæli, ekki síst frá Bandaríkjunum.

Þeir eru þó ekki tilbúnir að kyngja klónuðu kjöti strax.

Embættismaður í japanska landbúnaðarráðuneytinu sagði í samtali við Reuter fréttastofuna að þeir teldu sig hafa ágætan tíma til stefnu.

Framleiðsla á kjöti af klónuðum skepnum sé enn svo lítil í Bandaríkjunum að það verði tæpast flutt út fyrr en eftir fjögur eða fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×