Erlent

Þreyttur á norrænu þrugli

Jan-Erik Enestam, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs.
Jan-Erik Enestam, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs.

Krafan um almennt samkomulag kemur stundum í veg fyrir nýjungar í norrænu samstarfi. Það ætti því að láta einfaldan meirihluta ráða við ákvarðanatöku í Norrænu ráðherranefndinni, alla vega í sumum málum.

Jan-Erik Enestam framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs leggur þetta til.

Nú er staðan sú að það land sem vill minnstar breytingar hefur mest vægi þegar kemur að ákvörðunartöku, segir Enestam.

Framkvæmdin eins og hún er, þar sem krafa er gerð um að öll lönd samþykki tillögu, getur leitt til þess að ákvarðunarferlið stöðvast.

Enestam ber þetta saman við þróunina í ESB, þar sem fyrirséð er að æ oftar verður einföld meirihlutaákvörðun látin ráða í stað almenns samþykkis.

Umskipti yfir í meirihlutaákvarðanir, er mikilvægur þáttur í Lissabon-samkomulaginu, og byggir á nauðsyn þess að ákvarðanir séu teknar hratt og örugglega.

Aðildarríki ESB undirrituðu Lissabon-samkomulagið í desember í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×