Innlent

Geir gaf smábæ í Norður-Dakóta 5 milljónir króna

Geir H. Haarde, forsætisráðherra króna gaf smábæ í Norður-Dakóta 5 milljónir króna upp í félagsmiðstöð sem þar á að rísa.

Forsætisráðherra heimsótti bæinn Íslandshátíð íbúanna í ágúst á síðasta ári. Þá var haldið upp á þann dag í 108. skipti. Associated Press fréttastofan segir frá þessu, í léttum dúr, og kallar gjöfina erlenda aðstoð.

Rætt er við talskonu bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem sagðist ekki vita hversu algengt það sé að erlendar ríkisstjórnir styðji framkvæmdir í bandarískum bæjum. Hún segir tengsl Mountain og Íslands vera áhugaverð.

Áætlað er að félagsmiðstöðin kosti 1.3 milljónir dollara, eða um 84 milljónir króna. Hún á að hýsa slökkvilið, kaffihús, og aðra verslunarstarfsemi. Einnig verður þar veislusalur og skrifstofa fyrir kirkju bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×