Erlent

Mannskæðar friðargöngur

Um 650 manns hafa fallið í óeirðunum í Kenya.
Um 650 manns hafa fallið í óeirðunum í Kenya.

Stjórnarandstaðan í Kenya hefur boðað nýjar mótmælaaðgerðir í næstu viku. Nýlokið er þriggja daga mótmælafundum þar sem 23 létu lífið.

"Við munum halda áfram friðsamlegum mótmælum okkar á fimmtudag í næstu viku," sagði talsmaður stjórnarandstöðunnar í samtali við fjölmiðla.

Um 650 manns hafa látið lífið í Kenya síðan forsetakosningar fóru þar fram 27. desember síðastliðinn. Mwai Kibaki, sitjandi forseti, vann nauman sigur.

Raila Odinga, mótframbjóðandi hans sakar hann um kosningasvindl.

Það hratt af stað miklum óeirðum, sem hafa staðið linnulítið síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×