Innlent

Fengu menn föt eða fengu menn ekki föt?

Björn Ingi Hrafnsson. Kjördæmasambandið í Reykjavík styður hann.
Björn Ingi Hrafnsson. Kjördæmasambandið í Reykjavík styður hann.

Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík segist standa fyllilega við bakið á Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa flokksins, í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í gærkvöldi.

Nokkur umræða hefur verið um bréf sem að Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi þingmaður, flokksins sendi flokksmönnum í Reykjavík. Í bréfinu var meðal annars fjallað um meint fatakaup forystumanna flokksins í borginni.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að ekkert slíkt hafi verið gert á landsvísu. Hinsvegar viti hann ekki hvað einstakar flokksdeildir hafi gert.

Því hefur ekki verið svarað afgerandi hvort Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi keypt einhver föt fyrir frambjóðendur fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.

Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að bréfið sem sent var sé vanhugsað og alls ekki flokknum og starfinu í Reykjavík til framdráttar.


Tengdar fréttir

Heiftarleg átök í Framsókn

Bókin um Guðna fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans, Ágústs Þorvaldssonar, sem átti oft ekkert að borða þegar hann var að alast upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×